Ljósablaðið

1. TBL. 18. ÁRG 2024

Meðal jafningja - Velkominn í Strákamat

Það er mikil áskorun að greinast með krabbamein, ekki bara líkamlega heldur einnig andlega og félagslega. Reynsla okkar í Ljósinu sýnir að jafningjastuðningur getur verið ómetanlegur hluti af ferlinu. Að hitta aðra sem skilja raunverulega hvernig það er að fara í gegnum slíkar áskoranir getur veitt styrk, von og dýrmæta leiðsögn. Stefanía Thors, kvikmyndagerðarkona, veltir upp mikilvægi jafningjastuðnings í Ljósinu þegar hún fékk Matta Osvald, heilsufræðing og markþjálfa og Stefán Þórisson, þjónustuþega í Ljósinu, til sín í settið í Stúdíó Sýrlandi.

Við þökkum Steffí og Stúdíó Sýrlandi hjartanlega fyrir þeirra framlag til Ljósablaðsins í ár.