Ljósablaðið

1. TBL. 18. ÁRG 2024

Um Ljósablaðið 2024

Ljósablaðið 2024 er fullt af samtölum, frásögnum og fróðleik í margvíslegu formi eins og alltaf.

Í ár fáum við magnaðar sögur þjónustuþega sem deila sinni upplifun af því að greinast með krabbamein og endurhæfingunni sem þau hafa þegið í Ljósinu. Við veitum innsýn í jafningjastarf Ljóssins með áherslu á svokallaðan "Strákamat" og tölum við þjónustuþega af erlendu bergi brotnu um hennar upplifun af endurhæfingarferlinu.

Að vanda setja fagaðilar Ljóssins mark sitt á blaðið en við segjum meðal annars frá ráðstefnu sem iðjuþjálfar sóttu í Kraká, fjöllum um WHODAS mælitækið, og mikilvægi hreyfingar og lífstíls í krabbameinsferlinu.

Við þökkum kærlega öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við vinnslu blaðsins

Við vonum að þið njótið Ljósablaðsins í ár.

Ljósið, 1. tölublað, 18. árgangur, 2024

Útgefandi og ábyrgðaraðili:
Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík. Sími: 561-3770. Netfang: ljosid@ljosid.is.

Styrktarreikningur Ljóssins er: 0130-26-410420, kennitala: 590406-0740.

Ritstjórar:
Sólveig Kolbrún Pálsdóttir og Heiða Eiríksdóttir

Stjórn Ljóssins:
Brynjólfur Eyjólfssons, viðskiptafræðingur, Brynjólfur Stefánsson, viðskiptafræðingur, G. Haukur Guðmundssons, sjúkraþjálfari, Hákon Jónsson, verkefnastjóri, og Svanhildur Sigurðardóttir, verkefnastjóri. Varamenn: Ásta Einarsdóttir, lögfræðingur, og Sara Lind Guðvarðardóttir lögfræðingur.

Framkvæmdarstýra Ljóssins:
Erna Magnúsdóttir

Um merki Ljóssins

Merki Ljóssins hefur í gegnum árin verið sterk táknmynd endurhæfingarinnar í Ljósinu. Merkið er hannað af Önnu Þóru Árnadóttur.

Form merkisins er þríþætt: Innsti hlutinn er logandi ljós, tákn fyrir lífið sjálft. Hvíti hluti merkisins er mannsmynd sem umfaðmar ljósið. Loks myndar ysti hlutinn skjól utan um ljósið.

Önnu Þóru er umhugað um velferð krabbameinsgreindra og gaf því Ljósinu merkið og fyrsta upplag af bréfsefnum og umslögum. Við þökkum henni innilega fyrir veglega gjöf sem stenst vel tímans tönn.

Árið 2019 fékk merki Ljóssins örlitla andlitslyftingu en sú vinna var í höndum H:N Markaðssamskipta. Einungis voru gerðar breytingar á leturgerð og tón rauða litsins sem er áberandi í öllu markaðsstarfi Ljóssins.