Ljósablaðið

1. TBL. 19. ÁRG 2025

Ljósið

Um Ljósablaðið 2025

Höfundur

Regína Björk Jónsdóttir

Ljósmyndari

Hulda Margrét

Ljósablaðið 2025 er fullt af samtölum, frásögnum og fróðleik eins og alltaf.

Í ár er áherslan að horfa á inn á við og fræðast meira um þá starfsemi sem fer fram innan veggja Ljóssins dag frá degi.

Einnig fáum við að heyra magnaðar sögur þjónustuþega sem deila sinni upplifun af því að greinast með krabbamein og endurhæfingunni sem þau hafa þegið í Ljósinu.

Við fjöllum sérstaklega um yngri kynslóðina, fáum að heyra þeirra sögu og upplifun af Ljósinu og hvernig það hefur hjálpað þeim í þeirra bataferli.

Að vanda setja fagaðilar Ljóssins mark sitt á blaðið en starfsmenn Ljóssins eru duglegir að viðhalda þekkingu sinni og fræða okkur hér um hin ýmsu málefni tengd endurhæfingu.

Við fáum líka að heyra frá læknum og hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum sem ræða um mikilvægi Ljóssins fyrir krabbameinsgreinda.

Við þökkum kærlega öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við vinnslu blaðsins.

Við vonum að þið njótið Ljósablaðsins í ár.

Ljósið, 1. tölublað, 19. árgangur, 2025

Útgefandi og ábyrgðaraðili:
Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík. Sími: 561-3770. Netfang: ljosid@ljosid.is.

Styrktarreikningur Ljóssins er: 0130-26-410420, kennitala: 590406-0740.

Ritstjórar:Eva Guðrún Kristjánsdóttir, Regína Björk Jónsdóttir, Rósa Margrét Tryggvadóttir og Íris Frímannsdóttir.

Stjórn Ljóssins:
Ásta Einarsdóttir, lögfræðingur, Brynjólfur Eyjólfsson, Brynjólfur Stefánsson, Hákon Jónsson, verkefnastjóri og Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, krabbameinslæknir.

Framkvæmdarstýra Ljóssins:
Erna Magnúsdóttir

Um merki Ljóssins

Merki Ljóssins hefur í gegnum árin verið sterk táknmynd endurhæfingarinnar í Ljósinu. Merkið er hannað af Önnu Þóru Árnadóttur og form merkisins er þríþætt:

Innsti hlutinn er logandi ljós, tákn fyrir lífið sjálft. Hvíti hluti merkisins er mannsmynd sem umfaðmar ljósið. Loks myndar ysti hlutinn skjól utan um ljósið.

Nú í ár, nánar tiltekið þann 4.febrúar sem er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini, var merki Ljóssins fært í afmælisbúning í tilefni 20 ára afmæli Ljóssins.

Hvíta Húsið vann afmælisútgáfuna og má sjá fallegu logana mynda töluna 20 í tilefni afmælisársins.